Líður betur en þegar hún var heitust í heimi

Paul­ina Poriz­kova ung með grænar linsur og Paul­ina Poriz­kova 57 …
Paul­ina Poriz­kova ung með grænar linsur og Paul­ina Poriz­kova 57 ára og ánægð. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Paul­ina Poriz­kova líður betur í dag en þegar hún var eftirsóttasta fyrirsæta í heimi. Hin 57 ára gamla fyrirsæta segist líða vel í eigin skinni og skilur ekki af hverju unglegt útlit sé talið fallegra en þroskaðri líkamar.

Poriz­kova segist vissulega sakna athyglinnar frá því hún var yngri. Það er erfitt að eldast þegar allt hennar líf hefur snúist um útlitið. „Sem fyrirsæta áttir þú að vera táknmynd hinnar fullkomnu konu. Og auðvitað tókst það aldrei,“ skrifar fyrirsætan á Instgram. 

Poriz­kova sem var ein heitasta fyrirsæta í heimi á níunda áratugnum var með lítið sjálfstraust og fannst hún vera dæmd á hátindi frægðarinnar. „Mér leið örugglega verst með sjálfa mig þá. Gekk ég inn í herbergi og heillaði alla úr skónum? Meira svona, gekk inn í herbergi og vissi að fólk væri að tala um að ég ekki eins heit í alvöru, að Elle væri með flottari líkama, að Christie væri með fallegri tennur, að Cindy væri með kynþokkafyllri munn.... Og nú þegar ég kann virkilega að meta það sem guð gaf mér er það skoðun samfélagsins að fegurð mín sé að fölna.“

Poriz­kova reynir að taka ekki mark á því að konur á hennar aldri séu ekki fallegar. Hún þekkir sig, er þroskuð, er með hrukkur og líður vel. „Svo ég vorkenni ykkur sem sjáið það ekki og líður eins og ungdómur sé nauðsynlegur þáttur í fegurð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál