Viltu vera upp á þitt besta í vetur?

Ljósmynd/Unsplash

Nú þegar fer að kólna er mikilvægt að gefa húðinni aukinn raka og næringu svo hún haldist ljómandi og geislandi. Hér eru nokkrar hugmyndir að húðvörum sem gætu hjálpað þér að glóa í vetur.

Nip+Fab Hyaluronic Fix Extreme4 Cleansing Cream

Hyaluronic Fix Extreme Cleansing Cream hentar viðkvæmri og þurri húð einstaklega vel. Þetta hreinsikrem gefur raka og er ilmefnalaust. Það er svo milt og gott að það má nota það á augnsvæðið.

Elizabeth Eight Hour Cream

Fólk sem byrjar að nota þetta krem vill alls ekki sleppa því. Það býr yfir mörgum góðum eiginleikum eins og að vinna gegn þurrki og sprungnum vörum. Förðunarfræðingar nota kremið mikið til þess að búa til fallega ljómandi áferð á andlit og líkama.

Clarins Double Serum

Þetta serum inniheldur 21 plöntuþykkni sem vinnur gegn öldrun húðarinnar. Í því eru til dæmis túrmerik, avakadó og banani sem mýkja húðina og gera áferð hennar jafnari og bjartari. Auk þess veitir það húðinni næringu og raka.

Shiseido Ultimune

Þetta serum styrkir og verndar húðina gegn mengun og öldrun með öflugri blöndu af andoxunarefnum. Húðin styrkist og þéttleiki hennar eykst. Formúlan hefur þá eiginleika að auka virkni í öðrum húðvörum sem bornar eru á andlitið. Kremin vinna því betur fyrir þig ef þetta er sett á fyrst.

Shiseido Bio Performance Skin Filler

Tvö háþróuð serum sem koma saman. Annað þeirra er notað á kvöldin og hitt á morgnana. Saman vinna þau að því að fylla húðina af raka og ljá henni unglegt og frísklegt yfirbragð.

Clarins Hydra Essentiel Rich Cream

Í kuldanum er mikilvægt að hugsa vel um húðina og næra hana vel. Þetta krem endurheimtir rakann í húðinni og heldur honum í hámarki.

Chanel Hydra Beauty Camellia Water Cream

Rannsóknir hafa sýnt að kraftar kamillublómsins gefa húðinni góðan raka og vernda efsta lag húðarinnar fyrir streituvaldandi áhrifum í umhverfinu. Camellia Water verndar húðina og jafnar út öldrunareinkenni ásamt því að gefa húðinni góða fyllingu. Hún verður endurnærð og fersk. Að setja þetta krem undir farðann gerir að verkum að förðunin verður ennþá fallegri og andlitið ferskara.

Guerlain Abeille Royale Youth Watery Oil

Einstök blanda af rakavatni, olíu og serumi sem hentar öllum húðgerðum og veitir húðinni rakann, ljómann og þéttleikann sem er svo eftirsóttur. Þessu má blanda í öll krem, í farða eða nota eitt og sér.

Elizabeth Arden Eight Hour Miracle Hydrating Mist

Rakasprey sem er stútfullt af andoxunarefnum, vítamínum og raka. Það er frískandi og vekur húðina með fíngerðum úða. Nota má sprayið strax á morgnana, ofan á farða eða hvenær sem er yfir daginn til að fríska upp á húðina. Þetta er svona snyrtivara sem gott er að hafa í töskunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda