Hvernig fer Halldór að því að vera með svona frábært hár?

Fjör hefur færst í lokka Halldórs Benjamíns Þorbergssonar á undanförnum …
Fjör hefur færst í lokka Halldórs Benjamíns Þorbergssonar á undanförnum árum. Samsett mynd

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið, sem og alltaf í kjaraviðræðum undanfarinna ára. Á sama tíma hefur greiðsla hins hárfagra Halldórs vakið athygli. 

Lokkar Halldórs hafa ítrekað vakið athygli á samfélagsmiðlum á sama tíma og aukin harka hefur færst í kjaraviðræðurnar á síðustu vikum. Á síðustu fimm árum hefur Halldór líka leyft hárinu að vaxa og hafa náttúrulegir liðir hársins komið æ betur í ljós.

2017

Árið er 2017 og Halldór Benjamín hafði greinilega enn tíma til þess að fara í klippingu og gela sig til fyrir myndatökur. Það átti eftir að breytast all verulega. 

Halldór Benjamín árið 2017.
Halldór Benjamín árið 2017. Ljósmynd/SA

2018

Halldór Benjamín var vel greiddur í pontu fyrir fjórum árum. Ekki fæst staðfest hvaða efni hann var að nota í hárið á þessum tíma en líklega eru það ekki sömu efni og í dag. 

Árið 2018.
Árið 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

2019

Árið sem Halldór Benjamín varð fertugur og „fabulous“ fór hann að safna hári. Sumir menn reyna að safna hári þegar kollvikin hækka en það á ekki við um hann. 

Árið 2019.
Árið 2019. mbl.is/Hari

2020

Kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi lokunum á hárgreiðslustofum. Hárspekúlantar héldu líklega að Halldór Benjamín hefði lent í því að komast ekki í sína mánaðarlegu klippingu. 

Árið 2020.
Árið 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

2021

Halldór Benjamín var spakur í setti Dagmála Morgunblaðsins í fyrra. Þar var að vísu búið að eiga við hárið og leit það nokkuð vel út. Þykkt og glansandi. 

Halldór Benjamín var gestur í Dagmálum á síðasta ári og …
Halldór Benjamín var gestur í Dagmálum á síðasta ári og var þar vel greiddur. mbl.is/Hallur Hallssson

2022

Það lítur einna helst út fyrir að hárið á höfði Halldórs Benjamíns sé með sjálfstæðan vilja. Blaðamaður Smartlands hafði samband við Halldór Benjamín til þess að fá hann til þess að deila hárrútínunni sinni en hann var ófáanlegur til þess og sagði þessi fleygu orð: „Ég get ekki hleypt blaðamanni inn á baðherbergi hjá mér.“ 

Halldór Benjamín eftir fund ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.
Halldór Benjamín eftir fund ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál