Ríkisstjórnin eins og þú hefur aldrei séð hana áður

Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir teiknuð af …
Sigurður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir teiknuð af gervigreind. Samsett mynd

Myndir teiknaðar af gervigreind hafa notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þessa vikuna. Smartland leyfði gervigreindarforritinu Lensa að taka völdin og lét hana teikna upp myndir af leiðtogum ríkisstjórnarinnar, þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra. 

Gervigreindin var spennt fyrir því að smella þeim Bjarna og Sigurði Inga í geimfarabúninga, enda mögulega lesið Morgunblaðið í morgun og komist að því að geimherinn vilji fá aðstöðu á Íslandi. Ef til þess kemur taka þeir sig að minnsta kosti vel út í geimfarabúningunum. 

Sigurður Ingi og Bjarni eru tilbúnir í geimferðaáætlun.
Sigurður Ingi og Bjarni eru tilbúnir í geimferðaáætlun.

Gervigreindin var ekki spennt fyrir því að teikna forsætisráðherra upp í geimfarabúningi en setti hana heldur í búning álfaprinsessu. 

Katrín fékk ekki að fara í geimfarabúning, en hún tæki …
Katrín fékk ekki að fara í geimfarabúning, en hún tæki sig vel út í Hringadróttinssögu.

Ef anime-teiknimynd yrði gerð um ríkisstjórnina þarf þríeykið ekki að hafa áhyggjur heldur, þau munu sannarlega taka sig vel út á skjánum. 

Ef teiknimynd yrði gerð um ríkisstjórnina myndu Sigurður Ingi, Katrín …
Ef teiknimynd yrði gerð um ríkisstjórnina myndu Sigurður Ingi, Katrín og Bjarni taka sig vel út í aðalhlutverkum.

Helstu stjörnuspekingar þessa lands mega þá einnig fara að fara sig því ef Katrínu, Bjarna og Sigurði Inga langar að fara lesa í tarot-spil og gefa út stjörnuspár, þá eiga þau tilbúnar myndir af sér fyrir það. 

Nú mega stjörnuspekingar fara að vara sig.
Nú mega stjörnuspekingar fara að vara sig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál