Maskaradramað sem setti TikTok á hliðina

Áhrifavaldurinn Mikayla Nogueira setti förðunarsamfélagið á TikTok á hliðina með …
Áhrifavaldurinn Mikayla Nogueira setti förðunarsamfélagið á TikTok á hliðina með 44 sekúndna myndskeiði. Samsett mynd

Förðunarsamfélagið á TikTok hefur legið á hliðinni eftir að áhrifavaldurinn Mikayla Nogueira birti 44 sekúndna myndskeið á miðlinum þar sem hún sýndi nýjan maskara. 

Deilan virðist snúast um heiðarleika áhrifavalda sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum, en af athugasemdum að dæma virðast áhorfendur ekki setja út á auglýsingar sem slíkar svo lengi sem áhrifavaldurinn er heiðarlegur. 

Í myndskeiðinu prófaði Nogueira nýja maskarann, sem er frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oreal, og lýsti því yfir að það yrði erfitt fyrir aðra maskara að keppa við þennan. „Sjáðu lengdina. Sjáið þið þetta? Ég er orðlaus,“ sagði hún eftir að hafa sett maskarann á augnhárin.

@mikaylanogueira THESE ARE THE LASHES OF MY DREAMS!! @lorealparisusa never lets me down 😭 #TelescopicLift #LorealParisPartner #LorealParis @zoehonsinger ♬ original sound - Mikayla Nogueira

Ásakanir um notkun gerviaugnhára

Myndskeiðið hefur valdið miklum usla á TikTok, en fjöldi aðdáenda Nogueira og aðrir meðlimir förðunarsamfélagsins á miðlinum eru sannfærðir um að áhrifavaldurinn hafi bætt stökum gerviaugnhárum við og þar af leiðandi lýti augnhárin út fyrir að vera óvenju löng og þétt. 

Fram kemur á vef Rolling Stones að Nogueira hafi alfarið neitað ásökununum athugasemdum við myndskeiðið, en þeim hefur nú verið eytt. 

„Mikayla, ég hef fylgst með þér í langan tíma núna. Vinsamlegast ekki móðga okkur og vitsmuni okkar svona ...,“ skrifaði einn aðdáenda hennar við myndskeiðið, en yfir 23 þúsund notendur hafa líkað við athugasemdina. 

Snúist um að áhrifavaldar séu heiðarlegir

Margir veltu því einnig fyrir sér hvort Nogueira hafi fengið greitt fyrir færsluna, en þá hefði hún samkvæmt reglum átt að merkja færsluna sem auglýsingu með myllumerkinu #ad. Þá gæti hún einnig átt yfir höfði sér sekt ef í ljós kemur að hún hafi verið óheiðarleg í greiddri auglýsingu. 

Myndskeiðið hefur líka valdið reiði meðal annarra áhrifavalda á miðlinum sem segja myndskeiðið fá fólk til að efast um áreiðanleika áhrifavalda. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál