Gummi kíró með nýja hlaðvarpsþætti

Guðmundur Birkir Pálmason byrjar með nýja hlaðvarpsþætti í mars.
Guðmundur Birkir Pálmason byrjar með nýja hlaðvarpsþætti í mars. Ljósmynd/Arnór Trausti

Tískuspekúlantinn og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason byrjar með nýja hlaðvarpsþætti í mars. Þættirnir bera titilinn Tölum um og í þeim ætlar Guðmundur, betur þekktur sem Gummi kíró, að tala um alls kyns lífsstílstengda hluti. 

Gummi sagði frá á Instagram um helgina en fyrsti þátturinn kemur út 2. mars og í honum ætlar hann að tala um tísku. 

Gummi er auðvitað einn af helstu tískusérfræðingum landsins, en hann gaf Smartlandi innsýn í fataskáp sinn á síðasta ári þegar hann prýddi forsíðu Smartlandsblaðsins.

View this post on Instagram

A post shared by Tölum Um (@tolum_um)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál