Tímalaus flík sem hefur verið elskuð í yfir 200 ár

Trench-frakkar hafa verið áberandi í tískuheiminum undanfarin ár, enda klassísk …
Trench-frakkar hafa verið áberandi í tískuheiminum undanfarin ár, enda klassísk og tímalaus flík sem passar við nánast allt. Samsett mynd

Margir eiga trench-frakka inni í fataskáp, enda klassískur frakki sem passar við nánast allt. Þegar við hugsum um trench-frakka leiðir hugurinn okkur mörg að hinum goðsagnakennda Burberry frakka, nú eða að skandinavískum og frönskum tískudrottningum. 

Frakkinn á sér hins vegar merka sögu sem nær meira en 200 ár aftur í tímann. Hann leit fyrst dagsins ljós í Skotlandi árið 1820, en frakkinn sem við þekkjum í dag þróaðist frá vatnsheldum yfirhöfnum úr smiðju skoska efnafræðingsins  Charles Macintosh og uppfinningamannsins Thomas Hancock. 

Þá var frakkinn gerður úr bómull og húðaður með gúmmíi. Hann var ætlaður sem yfirhöfn fyrir vel klædda karlmenn sem eyddu tíma sínum í reiðmennsku, skotfimi, útivist og herþjónustu. 

Varð þekktur í fyrri heimsstyrjöldinni

Tæknin þróaðist með tímanum og gúmmíhúðin fór að anda og hrinda vatni betur frá sér. Árið 1853 þróaði klæðskerinn John Emary í Lundúnum endurbætta útgáfu af frakkanum undir merkinu Aquascutum. 

Thomas Burberry fylgdi í kjölfarið. Hann þróaði svokallað „gabardine“ efni sem andar vel og reyndist vinsælt meðal landkönnuða, flugmanna og annarra ævintýragjarnra karlmanna. 

Seinna varð frakkinn þekktur í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem hermenn klæddust honum í drullugum skotgröfunum, en þaðan kemur heiti frakkans, Trench, sem merkir einmitt skotgröf. Í kjölfarið fóru erlendir hermenn og óbreyttir borgarar að klæðast frakkanum í auknu mæli, en þeir voru dýrir og því einungis vel stæðir menn sem gátu fjárfest í slíkum frökkum. 

Hermenn í skotgröf í fyrri heimsstyrjöld.
Hermenn í skotgröf í fyrri heimsstyrjöld.

Það flottasta í Hollywood

Í seinni heimsstyrjöldinni varð frakkinn aftur áberandi, en þá fór hönnun hans hins vegar að breytast. Hernaðarleg gagnsemi frakkans hvarf hægt og rólega þegar Hollywood tók ástfóstri við jakkann. 

Í Hollywood fékk frakkinn nýtt hlutverk, en hann varð táknmynd fyrir óhrædda menn og klárar konur. Stórstjörnur klæddust frakkanum í sumum af þekktustu senum kvikmyndasögunnar. Þar má nefna Humphrey Bogart í Casablanca, Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany's, Marlene Dietrich í A Foreign Affair og Meryl Streep í Kramer vs. Kramer. 

Leikkonan Meryl Streep í kvikmyndinni Kramer vs. Kramer.
Leikkonan Meryl Streep í kvikmyndinni Kramer vs. Kramer. Ljósmynd/imdb.com

Í dag hefur trench-frakkinn verið endurhannaður töluvert og er fáanlegur í óteljandi stílum, litasamsetningum, lengdum og með eða án margra upprunalegra smáatriða sem gegndu hernaðarlegu hlutverki. Þrátt fyrir breytingarnar sem hafa orðið er frakkinn enn þann dag í dag, rúmum 200 árum síðar, alveg jafn vinsæl og tímalaus flík. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál