„Ég er spennt en líka svolítið stressuð“

Helena Sif Heimisdóttir, 14 ára nemandi í Garðaskóla, fermist í …
Helena Sif Heimisdóttir, 14 ára nemandi í Garðaskóla, fermist í Garðakirkju 23. mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helena Sif Heimisdóttir, 14 ára nemandi í Garðaskóla, fermist í Garðakirkju 23. mars. Hún hefur meiri skoðanir á því hvernig hún vill vera á fermingardaginn en hvernig veislan verður. Hún hikaði ekki eitt augnablik þegar hún rakst óvænt á fermingarkjól sem henni leist á. Hún ætlar að vera náttúrulega förðuð á fermingardaginn en þó með smá maskara og lit í kinnunum.

Helena Sif var ekki á leiðinni að kaupa sér fermingarkjól þegar hún rakst á draumakjólinn þegar hún var á ferð með ömmu sinni í verslunarmiðstöð.

„Ég var að skoða eitthvað með ömmu og þá voru fermingarkjólarnir komnir og þá fann ég þennan og bara keypti hann. Það tók ekki langan tíma og ég keypti hann strax í Gallerí 17,“ segir Helena Sif sem mætti í fermingarkjólnum í myndatöku í tilefni af útgáfu Fermingarblaðs Morgunblaðsins. Kjóllinn er úr ljósu teygjanlegu efni með stuttum víðum ermum, þröngur í mittið og með A-sniði.

„Ég á eftir að finna skó. Ég er í skóm af mömmu núna,“ segir Helena Sif glettin og bendir á hvíta strigaskó sem fá ekki inngöngu í Garðakirkju þann 23. mars.

Helena setti Benefit Brow-gel í augabrúnirnar til þess að móta …
Helena setti Benefit Brow-gel í augabrúnirnar til þess að móta þær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Helena Sif og móðir hennar krulluðu á henni hárið fyrir …
Helena Sif og móðir hennar krulluðu á henni hárið fyrir þessa myndatöku en hún fer í hárgreiðslu á Blondie í Garðabæ á fermingardaginn sinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Náttúruleg förðun og smá kinnalitur

Helena Sif farðaði sig á náttúrulegan hátt með hjálp móður sinnar, Sigrúnar Ásgeirsdóttur. Þær mæðgur leggja áherslu á að förðunin sé mild og falleg og alls ekki of mikil og áberandi. Helena Sif byrjaði á því að bera á sig Eborian Glow Créme, sem er kóreskt merki sem framleiðir húðvörur úr þarlendum lækningajurtum. Vörurnar eru náttúrulegar og henta vel fyrir fermingarstúlkur sem eru að byrja að nota förðunarvörur. Þegar ljómakremið var komið á andlitið setti Helena Sif á sig Eborian CC Créme sem inniheldur breytanleg litarefni sem draga sig að náttúrulegum litatóni og gefa fallega og bjarta þunna þekju.

Augnskuggapallettan frá Revolution inniheldur fallega milda liti með örlitlum gljáa …
Augnskuggapallettan frá Revolution inniheldur fallega milda liti með örlitlum gljáa sem gefur augnlokunum fallega áferð.

„Svo settum við Eborian Eye undir augun og smá Súper BB-hyljarann líka en hann gefur meiri þekju og tók blámann undir augunum. Það er líka gott að fela bólur með honum,“ segir Sigrún móðir Helenu Sifjar.

Helena Sif setti ljósan augnskugga á augnlokið frá Revolution í augnskuggapallettunni Reloaded Iconic3.0 Eye Shadow Pallet. Svo setti hún smá laust púður yfir andlitið og Milk Blush í kinnarnar til að fá meiri lit í andlitið.

Helena Sif setti á sig gloss frá Miss Puba.
Helena Sif setti á sig gloss frá Miss Puba. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég setti á mig Maybelline Lash Sensational Sky High-maskarann og Benefit Brow gel í augabrúnirnar. Svo setti ég Miss Puba Gloss á varirnar,“ segir Helena Sif en glossið gefur vörunum milda glansáferð. Helena Sif fer í hárgreiðslu á Blondie í Garðabæ á fermingardaginn og verður hárið slegið með liðum.

Maskarinn Lash Sensational Sky High frá Maybelline rammar augun fallega …
Maskarinn Lash Sensational Sky High frá Maybelline rammar augun fallega inn.

Vill hafa ferminguna eins og hjá stóru systur

Spurð um fermingarundirbúninginn segir Helena Sif að hann hafi gengið vel en hún hafi ekki haft eins sterkar skoðanir á veislunni.

„Systir mín, Edda Sjöfn, fermdist fyrir tveimur árum og ég vil bara hafa veisluna mína eins og hjá henni,“ segir Helena Sif. Þegar hún er spurð um veitingarnar nefnir hún smárétti og svo vill hún hafa kjúklingaspjót.

„Við eigum kannski eftir að finna nokkrar skreytingar fyrir veisluna,“ segir Helena Sif.

Helena Sif byrjaði á því að setja Glow Créme frá …
Helena Sif byrjaði á því að setja Glow Créme frá Eborian á andlitið, svo setti hún CC Créme frá sama merki og hyljara.

Hvernig líður þér þegar þú hugsar um fermingardaginn?

„Ég er spennt en líka svolítið stressuð. Ég vil bara hafa gaman með vinkonum mínum og fjölskyldu,“ segir hún.

En hvers vegna ertu stressuð? Er mamma þín búin að leggja til að þú haldir ræðu í fermingarveislunni? Er það það sem er stressandi?

„Já, ég er stressuð yfir ræðunni í fermingunni,“ segir hún og brosir laumulega.

Milk Blush-stiftið gefur kinnunum örlítinn lit.
Milk Blush-stiftið gefur kinnunum örlítinn lit.
CC Créme frá Eborian.
CC Créme frá Eborian.
Glossið frá Miss Puba er í uppáhaldi.
Glossið frá Miss Puba er í uppáhaldi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál