Yfirlýsing frá Val: Ekki leitað til annarra aðila

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals.
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals. mbl.is/Golli

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals var birt á heimasíðu félagsins í kvöld þar sem fréttir af þjálfaramálum félagsins eru sagðar úr lausu lofti gripnar. 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Reykjavík, 25.8.2010

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vals

Stjórn knattspyrnudeildar Vals vill taka fram að frétt íþróttadeildar RÚV um þjálfaramál félagsins er úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus með öllu, Gunnlaugur Jónsson er þjálfari meistaraflokks karla og ekki hefur verið leitað til annarra aðila.

f.h. knattspyrnudeildar Vals,
E. Börkur Edvardsson
formaður 

mbl.is

Bloggað um fréttina