Valur Íslandsmeistari eftir 8:1 sigur

Valskonur fagna titlinum í Mosfellsbænum í kvöld. Eins og jafnan ...
Valskonur fagna titlinum í Mosfellsbænum í kvöld. Eins og jafnan áður fór Rakel Logadóttir þar fremst í flokki. mbl.is/Golli

Kvennalið Vals landaði Íslandsmeistaratitlinum í úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld með 8:1 sigri gegn Aftureldingu. Tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deild kvenna en þar sem Breiðablik og Þór/KA töpuðu leikjum sínum í dag er ljóst að þau lið geta ekki náð Val að stigum. Fylgst var með gangi mála í Mosfellsbæ á mbl.is.

Þetta er fimmta árið í röð þar sem Valur landar Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki í efstu deild í fótbolta. Þetta er í 10. sinn sem félagið verður meistari í kvennaflokki en Breiðablik hefur unnið Íslandsmótið 15 sinnum. 

18.59 mark 1:8 Katrín Jónsdóttir skorar áttunda mark Vals á 90. mínútu. 8:1 sigur Vals er staðreynd og liðið er Íslandsmeistari árið 2010.

18.29 mark 1:7 Kristín Ýr Bjarndóttir skorar fyrir Val.

18.27 mark 1:6
Hallbera Guðný Gísladóttir skorar fyrir Val með hörkuskoti.

18.26 mark 1:5 Björk Gunnarsdóttir skoraði með skalla, staðan er 5:1.

17.47 mark! 1:4 Dagný Brynjarsdóttir skoraði fjórða markið fyrir Val. Íslandsmeistaratitilinn færist nær Hlíðarenda.

17.25 mark! 1:3 Dóra María Lárusdóttir gaf fína sendingu á Björk Gunnarsdóttur upp í hornið, hún gaf fyrir markið þar sem að  Kristín Ýr Bjarnadóttir þrumaði boltanum viðstöðulaust í markið. 

17.09 mark! 1:2 Kristín Ýr Bjarnadóttir 9. mínútur.  

17.02 mark! 1:1 Björk Gunnarsdóttir skoraði á 2. mínútur.

17.01 mark! 1:0 Telma Þrastardóttir skoraði eftir 30 sekúndurmbl.is

Bloggað um fréttina