Arna Sif til Gautaborgar

Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Arna Sif Ásgrímsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Þórs/KA heldur til Svíþjóðar á morgun en henni hefur verið boðið til æfinga hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Gautaborg. Frá þessu er greint á vef Þórs.

Arna Sif mun verða við æfingar í vikutíma hjá Gautaborg og spila einn leik með liðinu, sem hafnaði í 3. sæti í sænsku deildinni á síðustu leiktíð.

Arna Sif, sem verður 23 ára gömul á árinu, er lykilmaður í liði Þórs/KA. Hún hefur spilað 135 leiki með liðinu í efstu deild og hefur í þeim skorað 25 mörk. Þá hefur hún leikið 2 leiki með A-landsliðinu, gegn Serbum og Dönum í undankeppni HM á síðasta ári.

mbl.is