Níu mínútna martröð Víkinga

FH-ingurinn Steven Lennon leikur á Víkinginn Milos Ozegovic í leik ...
FH-ingurinn Steven Lennon leikur á Víkinginn Milos Ozegovic í leik liðanna í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Öflug byrjun Víkinga með tveimur mörkum gegn FH í Víkinni í dag varð að engu þegar FH-ingar skoruðu 4 mörk á níu síðustu mínútum fyrri hálfleiks þegar leikið var í 19. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu – Pepsi-deildinni.  Þessi 4:2 sigur FH þýðir að þeir eru enn í baráttu á toppi deildarinnar en þrátt fyrir tap halda Víkinga 8. sætinu, nú þegar þrjár umferðir eru eftir.

Gestirnir úr Hafnfirði vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar Víkingar herjuðu á þá af miklum krafti og eftir gott færi og hornspyrnu brast ísinn þegar Geoffrey Castillion skallaði glæsilega frábæra sendingu Viktors Bjarka Arnarssonar á 4. mínútu.   FH-ingar voru fljótir að ná sér og spiluðu oft vel úti á velli en fengu ekki færi.  Víkingar voru samt alltaf líklegir og Castillion skoraði aftur og kom Víkingum í 2:0 á 24. mínútu eftir langa og stranga sókn.   Leikurinn virtist í föstum skorðum en á 36. mínútu byrjaði fjörið.  Davíð Þór Viðarsson minnkaði muninn fyrir FH með skalla og nánast á sömu mínútu skoraði varnarmaður FH þegar hann fékk hægri helming vallarins alveg fyrir sig.  Þremur mínútum síðar skallaði Þórarinn Ingi Valdimarsson í mark Víkinga og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks skoraði Steve Lennon úr víti eftir að boltinn hrökk í hönd Víkings inni í vítateig og FH komið í 4:2 á níu mínútum.

Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum þegar FH sótti meira en gekk illa að finna smugu í vörn Víkinga enda hafði ekki skilað sér mikið af gefa háar sendingar fyrir mark Víkinga með sína háu miðverði.   Sjálfir fengu Víkingar lítið af sóknum og engan frið til að komast í færi.

Víkingur R. 2:4 FH opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is