Skagamenn ekki í vandræðum með Víking

Stefán Teitur Þórðarson skoraði í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson skoraði í kvöld. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

ÍA átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Víking R. að velli í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld er þau mættust í Akraneshöllinni. Lokatölur urðu 3:0, Skagamönnum í vil.

Ragnar Leósson skoraði fyrsta mark leiksins strax á 7. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Stefán Teitur Þórðarson bætti við öðru marki á 76. mínútu og Hilmar Halldórsson gulltryggði 3:0-sigur ÍA á 85. mínútu. 

ÍA er í 2. sæti riðils 1 með níu stig, þremur minna en Valur. Víkingur er í 5. sæti með þrjú stig. 

mbl.is