Birkir: „Ekki í lagi að sparka svona á eftir manni“

Fjölmargir leikmenn hlupu til þegar sló í brýnu milli Birkis …
Fjölmargir leikmenn hlupu til þegar sló í brýnu milli Birkis og Layun. mbl.is/Ingibjörg Friðriks

Birkir Bjarnason viðurkennir að það hafi rifið í skapið á honum þegar Miguel Layun sparkaði aftur fyrir sig, undir lok vináttuleiks Íslands og Mexíkó og nótt. Á tímabili virtist hreinlega stutt í slagsmál á vellinum en Birkir segir þá hafa tekist í hendur að leik loknum.

„Það er náttúrulega ekki í lagi að sparka svona á eftir manni, en svona er þetta,” sagði Birkir í samtali við mbl.is.

„Hann sagðist hafa haldið að ég væri að fara að hefna einhvers. Þannig var það ekki.”

Birkir Bjarnason að leik loknum.
Birkir Bjarnason að leik loknum. mbl.is/Ingibjörg Friðriksdóttir

Birkir var eðlilega ekki sáttur við tapið. Ísland hafi átt mörg góð tækifæri til að skora, sérstaklega í fyrri hálfleik en einhvern veginn hafi það bara ekki gengið. Liðið hafi hinsvegar teflt fram mörgum nýjum leikmönnum og á heildina litið hafi leikurinn verið góður.

„Við viljum alltaf vinna, við viljum alltaf leggja okkur 100 prósent fram og mér finnst við hafa gert það í dag.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert