Stelpur gætu í raun kunnað meira en strákar

Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er engin ástæða til þess að strákur hafi meiri færni en stelpa í fótbolta. Það er ekkert sem segir það líkamlega eða vitsmunalega séð. En vegna þess að strákar byrja fyrr, eru meira í fótbolta og ná að vera betri þegar þeir komast á sinn „gullaldur“, þá eru líkur á að færni strákanna verði meiri en stelpnanna. Þetta er í raun kerfisvilla. Í raun gætu stelpur í 6. flokki [9-10 ára] kunnað meira en strákar, og það er enn mikilvægara að þjálfun þeirra sé með besta móti á þessum aldri vegna mikilvægis þessa aldurskeiðs.“

Þetta segir Þorlákur Már Árnason sem er yfirmaður hæfileikamótunar Knattspyrnusambands Íslands og þjálfari U15-landsliða stráka og stelpna. Þorlákur fylgist því náið með þróun ungs knattspyrnufólks hér á landi og skrifaði nýverið grein undir fyrirsögninni; „Eitt atriði sem gæti breytt knattspyrnu kvenna til frambúðar.“

Megininntak greinarinnar er það sem fram kemur í máli Þorláks hér að ofan. Hann segir ljóst að svokölluð „gullár“ stelpna, sá tími æviskeiðsins þar sem þær séu móttækilegastar fyrir því að læra tökin á öllum hliðum fótboltans, hvort sem snýr að tækni eða leikskilningi, séu frá 8-10 ára aldurs. Margar þeirra séu hins vegar að stíga sín fyrstu skref í fótboltanum á þeim aldri, og sumar byrji ekki að sparka í bolta fyrr en að „gullárunum“ loknum, þegar ákjósanlegast væri að þær byrjuðu 4-5 ára í fótbolta. Hins vegar séu gullár stráka síðar, þar sem þeir taki út líkamlegan þroska síðar en stelpur, og þar að auki byrji strákar að jafnaði 1-2 árum fyrr í fótbolta hér á landi.

Viðtalið við Þorlák í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert