Það verður eitthvað að breytast

Katrín Ómarsdóttir skoraði fyrir KR gegn HK/Víkingi í kvöld en ...
Katrín Ómarsdóttir skoraði fyrir KR gegn HK/Víkingi í kvöld en það dugði ekki til. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst mikið högg að fá á okkur mark strax eftir að við skorum,“  sagði Katrín Ómarsdóttir, sem skoraði mark KR í 3:1 tapi fyrir HK/Víkingi þegar liðin mættust í 9. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta í kvöld, Pepsi-deildinni.

KR-konur unnu fyrsta leikinn en hafa tapað hinum 8 leikjum sínum.  „Við höfum átt erfitt með að skora í sumar og ég hugsaði með mér þegar við skorum að passa nú að fá ekki á okkur mark en það klikkaði strax sem var mjög svekkjandi.   Mér fannst að þessi leikur væri svona annaðhvort eða leikur.  Mér finnst núna að við þurfum að fara í einhverja djúpa sjálfskoðun eða fá einhverja leikmenn í leikmannaglugganum.  Það verður eitthvað að breytast því átta tapleikir í röð er frekar lélegt. Þetta verður þá erfitt og lýjandi, ég næ að koma mér í gang eftir tapleik, fer þá bara í næsta leik á fullu og maður kann þetta en samt. Við vorum í svipaðri stöðu í fyrra og náðum þá að klóra í bakkann en það er öðruvísi núna,“  bætti Katrín við.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla