Vissulega fór aðeins um okkur

HK/Víkingur vann KR í kvöld.
HK/Víkingur vann KR í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

„Við vorum ekki alveg tilbúnar á fyrstu mínútunum en svo náðum við að vinna okkur inn í leikinn og komum sterkar í síðari hálfleikinn, náðum þá að gera út um leikinn en það fór vissulega aðeins um okkur þegar KR skoraði,“ sagði Hildur Antonsdóttir, sem skoraði jöfnunarmark HK/Víkings sem vann KR í Vesturbænum í kvöld þegar fram fór síðasti leikur í 9. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni.

HK/Víkingur, sem komst upp í deild þeirra bestu í sumar, vann ÍBV í 8. umferð og nú KR. „Okkur fannst gott að fá sigur, komast yfir það og halda svo áfram. Við vitum þá að við getum unnið og viljum halda því áfram. Þessi sigur lætur okkur halda áfram og gefur sjálfstraust í næsta leik, sem er mikilvægur og erfiður leikur gegn FH. Við fögnum þessum sigri í kvöld en byrjum á morgun að einbeita okkur að næsta leik,“ bætti Hildur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert