Ekkert gaman að gera hlutina nema 100 prósent

Sölvi Geir Ottesen hefur leikið afar vel í sumar.
Sölvi Geir Ottesen hefur leikið afar vel í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sölvi Geir Ottesen hefur komið inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með miklum látum. Hann samdi við uppeldisfélag sitt Víking í Reykjavík í haust eftir fjórtán ár í atvinnumennsku og hefur verið besti leikmaður liðsins á leiktíðinni, þrátt fyrir að líkaminn sé aðeins farinn að segja til sín.

Sölvi lék mjög vel í 1:0-sigri liðsins á Keflavík í 10. umferð Pepsi-deildarinnar, er næsthæstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins með 10 M samtals og er sá leikmaður sem blaðið fjallar um að þessu sinni.

„Ég hef reglulega verið að glíma við bakmeiðsli á mínum ferli en þegar maður er kominn á minn aldur er alltaf eitthvað sem truflar mann. Ég er oft aumur hér og þar og hef verið það undanfarin ár en þetta hefur ekki aftrað mér á vellinum sjálfum. Ég er vissulega aðeins orðinn ryðgaður og það tekur mig lengri tíma að jafna mig eftir leiki en fyrir tíu árum en mér líður vel og þetta er ekkert sem hægt er að kvarta yfir.“

Viðtalið við Sölva má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, ásamt úrvalsliði Morgunblaðsins úr 10. umferð Pepsi-deildar karla og stöðunni í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert