Fá á okkur mark og þá fer allt til fjandans

Þórður Ingason fyrirliði Fjölnis.
Þórður Ingason fyrirliði Fjölnis. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höfum verið með yfirhöndina í mörgum leikjum í sumar en svo fáum við á okkur mark og þá fer allt til fjandans,“  sagði Þórður Ingason markvörður og fyrirliði Fjölnis sem þrátt fyrir góða baráttu lengi vel mátti sætta sig við 3:1 tap fyrir Stjörnunni í Garðabæ í dag þegar 19. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu fór fram.

Þó að eðlilega hafi verið dauft yfir fyrirliðanum er hann ekki að leggja árar í bát.„Ég veit ekki, þó að við spilum vel eða illa þá skiptir það ekki máli því við fáum við aldrei neitt út úr þessum leikjum.  Það gengur rosalega lítið upp en við verðum bara að halda áfram.    Nú  kemur gott hlé og þá verðum við að þétta okkur og safna svo fullt af stigum í síðustu leikjunum  Við erum ekkert búnir að gefast upp og höldum áfram þangað til mótið er búið.  Það er bara þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert