Emil heldur í vonina

Emil Hallfreðsson með boltann í leik gegn Argentínu á HM.
Emil Hallfreðsson með boltann í leik gegn Argentínu á HM. mbl.is/Eggert

Emil Hallfreðsson heldur í vonina um að geta spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Belgum í öðrum leik sínum í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Emil gat ekki verið með í leiknum gegn Sviss vegna meiðsla sem hann hlaut í leik með Frosinone í ítölsku A-deildinni á dögunum en hann hefur síðustu daga verið í meðferð hjá læknateymi íslenska landsliðsins í Sviss. Emil var jafnbesti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert