Úrslitaleikur ÍR og Magna um að forðast fall

ÍR-ingum dugar jafntefli gegn Magna til að halda sæti sínu …
ÍR-ingum dugar jafntefli gegn Magna til að halda sæti sínu í Inkasso-deildinni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Lokaumferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu fer fram á morgun og þá ræðst það hvaða lið fylgir Gróttu niður í 2. deild og hvort það verður HK eða ÍA sem vinnur sigur í deildinni.

ÍR og Magni mætast í hreinum úrslitaleik í Breiðholtinu um áframhaldandi veru í deildinni. ÍR-ingum dugar jafntefli í leiknum eð Breiðhyltingar eru með 18 stig en Magnamenn 16. Bæði lið eru með leikmenn í banni. Hjá ÍR taka Axel Sigurðarson og Gísli Martin Sigurðsson út leikbann og Magnamenn verða án Sigurðar Marinó Kristjánssonar.

HK og ÍA tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni um síðustu helgi en það ræðst á morgun hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari í deildinni. HK er með 48 stig í efsta sæti en ÍA hefur 37. HK sækir Hauka heim í lokaumferðinni en Skagamenn taka á móti Þrótturum.

Leikirnir í lokaumferðinni:

14.00 Fram - Víkingur Ólafsvík
14.00 Njarðvík -Selfoss
14.00 ÍR - Magni
14.00 Þór - Leiknir R
16.00 Haukar - HK
16.00 ÍA - Þróttur R

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert