Dæmir í Evrópudeildinni

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er á leið til Úkraínu til að dæma leik Dynamo Kiev og Jablonec í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 

Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. 

Ívar Orri Kristjánsson og Þóroddur Hjaltalín verða sprotadómarar. Til taks sem fjórði dómari verður Birkir Sigurðsson. 

Dynamo Kiev er frá Úkraínu en Jablonec kemur frá Tékklandi. 

mbl.is