Hamrén sér marga nýja í Katarferð

Erik Hamrén.
Erik Hamrén. AFP

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, fær tækifæri til að prófa nýja leikmenn þegar Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í vináttulandsleikjum í Doha í Katar dagana 11. og 15. janúar. KSÍ tilkynnti í gær að samið hefði verið um þessa tvo leiki sem fara fram utan alþjóðlegra leikdaga. Eins og í öðrum janúarverkefnum landsliðsins undanfarin ár verður stærstur hluti þeirra sem teljast fastamenn í landsliðinu fjarri góðu gamni í þessum leikjum.

Svipað og í Indónesíuferðinni

Búast má við því að lið Íslands verði samsett á svipaðan hátt og í leikjunum tveimur í Indónesíu í janúar á þessu ári. Þangað fóru leikmenn sem spiluðu með félagsliðum í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Íslandi, Tyrklandi og Búlgaríu auk þess sem Albert Guðmundsson fékk leyfi frá PSV Eindhoven til að fara í leikina.

Íslensku leikmennirnir í Rússlandi fengu ekki leyfi til að fara til Indónesíu þó að enn væru tæpir tveir mánuðir í að deildin þar í landi hæfist eftir vetrarfrí. Það er því hæpið að reikna með þeim nú.

Ef við berum saman 23 manna hópinn sem fór til Indónesíu í janúar og hópinn sem fór á HM í Rússlandi í júní þá voru það aðeins sjö úr janúarferðinni sem komust í 23 manna HM-hópinn. Þrír til viðbótar fengu tækifæri á ný með landsliðinu í haustleikjunum.

Alls voru 36 leikmenn í landsliðshópunum hjá Hamrén í verkefnunum í september, október og nóvember, þar af 32 sem komu við sögu í leikjunum. Ekki er raunhæft að gera ráð fyrir að fleiri en tólf af þeim komist frá sínum félagsliðum í ferðina til Katar. Það er því hægt að áætla að um það bil helmingur hópsins sem þangað fer fái þar sitt fyrsta tækifæri til að heilla sænska landsliðsþjálfarann í leikjunum við Svíþjóð og Kúveit.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »