Einn nýliði í byrjunarliði Íslands

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. AFP

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur opinberað byrjunarliðið sem mætir Svíþjóð í vináttuleik sem fram fer í Katar klukkan 16.45 í dag.

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því vantar fastamenn í liðið. Sex nýliðar eru í hópnum og mun einn þeirra byrja leikinn, en það er Eiður Aron Sigurbjörnsson sem leikur með Val. Leikreyndastur í hópnum er Birkir Már Sævarsson, sem spilar sinn 87. landsleik. Arnór Smárason spialr sinn 25. leik og Eggert Gunnþór Jónsson sinn 21. landsleik.

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað:

Frederik Schram (M), Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson, Samúel Kári Friðjónsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Smárason, Andri Rúnar Bjarnason.

Sví­ar tefla fram byrj­un­arliði þar sem eng­inn á meira en þrjá A-lands­leiki að baki og þrír spila sinn fyrsta leik.

Eiður Aron Sigurbjörnsson byrjar í sínum fyrsta landsleik.
Eiður Aron Sigurbjörnsson byrjar í sínum fyrsta landsleik. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert