N'Koyi og Tufegdzic til Grindavíkur

Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic ásamt Srdjan Tufegdzic, þjálfara Grindavíkur.
Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic ásamt Srdjan Tufegdzic, þjálfara Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert eins árs samninga við hollenska framherjann Patrick N'Koyi og serbneska sóknarmanninn Vladimir Tufegdzic.

N'Koyi er 29 ára og kemur frá TOP Oss í hollensku B-deildinni. Undanfarin ár hefur hann spilað með Fortuna Sittard, FC Eindhoven, Rapid Bucharest og Dundee United. Hann hefur spilað yfir 200 leiki á ferlinum og skorað 60 mörk.

Tufegdzic er 27 ára og kemur frá KA. Á árunum 2016 til 2018 hefur hann leikið með Víkingi Reykjavík og KA í efstu deild. Hann á 68 deildarleiki að baki á Íslandi og hefur gert í þeim 18 mörk.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, og Vladimir Tufegdzic unnu saman hjá KA síðasta sumar og þekkjast því vel.  

mbl.is