Svona er völlurinn í Andorra

Estadi Nacional, þjóðarleikvangur Andorra í knattspyrnu og ruðningi, er með …
Estadi Nacional, þjóðarleikvangur Andorra í knattspyrnu og ruðningi, er með stórbrotið landslag og fjölda fjölbýlishúsa í næsta nágrenni. mbl.is/Sindri

Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður mbl.is og Morgunblaðsins gekk út á Estadi Nacional, þjóðarleikvang Andorra, fyrir stundu og tók meðfylgjandi myndir sem sýna vel umhverfið og völlinn þar sem leikur Andorra og Íslands í undankeppni EM karla í knattspyrnu fer fram annað kvöld.

Gervigrasið á vellinum er ekkert sérstakt og minnir helst á …
Gervigrasið á vellinum er ekkert sérstakt og minnir helst á Leiknisvöllinn í Efra-Breiðholti fyrir tíu árum, með fullri virðingu fyrir honum. mbl.is/Sindri
Estadi Nacional er aðeins fimm ára gamalt mannvirki og Andorra …
Estadi Nacional er aðeins fimm ára gamalt mannvirki og Andorra hefur verið afar erfitt heim að sækja á honum. Liðið gerði t.d. jafntefli í öllum heimaleikjunum í Þjóðadeild UEFA í haust. mbl.is/Sindri
Völlurinn Estadi Nacional rúmar 3.300 áhorfendur og ekki hefur verið …
Völlurinn Estadi Nacional rúmar 3.300 áhorfendur og ekki hefur verið uppselt á hann hingað til en mest hafa komið um 3.200 manns á heimaleik Andorra. mbl.is/Sindri
Það fylgja því mikil fríðindi fyrir knattspyrnuáhugafólk að búa í …
Það fylgja því mikil fríðindi fyrir knattspyrnuáhugafólk að búa í blokkunum sem gnæfa yfir Estadi Nacional. Þarna horfa eflaust margir á leikinn annað kvöld án þess að greiða aðgangseyri! mbl.is/Sindri
Skógi vaxnar hlíðar Píreneafjallanna eru skammt undan í Andorra la …
Skógi vaxnar hlíðar Píreneafjallanna eru skammt undan í Andorra la Vella, höfuðstað Andorra. Eflaust eru ekki margir þjóðarleikvangar með svona fjallasýn. mbl.is/Sindri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert