„Mikil pressa á mörgum liðum“

Baldur Sigurðsson fyrirliði lyftir bikarnum eftir sigur Stjörnunnar á Val.
Baldur Sigurðsson fyrirliði lyftir bikarnum eftir sigur Stjörnunnar á Val. mbl.is/Árni Sæberg

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, er spenntur fyrir komandi tímabili í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu, en liðið lauk keppni á undirbúningstímabilinu í gær þegar Stjarnan hafði betur gegn Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ eftir vítakeppni.

„Það var fínt að klára þetta undirbúningstímabil á titli. Þetta var flottur leikur hjá okkur og mér fannst við líta nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá. Úrslitin á þessu undirbúningstímabili hafa ekki verið neitt frábær hjá Stjörnunni en ég tel að við séum komnir á þann stað sem við viljum vera á fyrir Íslandsmótið og séum meira en tilbúnir í fyrsta leik.“

Stjarnan hefur á undanförnum árum verið að berjast á toppi úrvalsdeildarinnar, en liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar síðasta sumar.

Sjá viðtal við Bjarna í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »