Toppslagur á nýjum Kópavogsvelli

Leikmenn Blika fagna marki gegn KA í vikunni.
Leikmenn Blika fagna marki gegn KA í vikunni. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Leikmenn í úrvalsdeild karla í fótbolta fá lítinn hvíldartíma þessa dagana því þrír fyrri leikir fimmtu umferðarinnar fara fram í dag.

Boðið er upp á sannkallaðan toppslag á Kópavogsvelli í kvöld en þá verður jafnframt leikið í fyrsta skipti á nýju gervigrasi á vellinum. Breiðablik tekur á móti ÍA en liðin eru jöfn og efst í deildinni með 10 stig.

Umferðin byrjar hinsvegar með botnslag því klukkan 16 mætast neðstu liðin, ÍBV og Víkingur, og jafnframt einu liðin sem ekki hafa unnið leik í fyrstu fjórum umferðunum. Þó hefur byrjun Víkinga verið mun frísklegri en þeir hafa skorað átta mörk, þar af þrjú gegn Val og þrjú gegn Stjörnunni, án þess að það hafi dugað þeim til að vinna leiki.

Þriðji leikur dagsins fer fram í Garðabæ klukkan 17 þar sem Stjarnan tekur á móti KA. Stjörnumenn eru með átta stig og geta því tekið forystuna í deildinni með sigri, allavega þar til viðureign Breiðabliks og ÍA lýkur um kvöldið.

Seinni þrír leikirnir verða annað kvöld. Þá mætast KR – HK, Grindavík – Fylkir og FH – Valur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »