Geta gleymt titilbaráttu

Margrét Árnadóttir og Hildur Antonsdóttir í baráttu um boltann í …
Margrét Árnadóttir og Hildur Antonsdóttir í baráttu um boltann í leik Þórs/KA og Breiðabliks. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Ef einhver ein niðurstaða liggur fyrir að lokinni fjórðu umferð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta sem fram fór í vikunni, þá er hún sú að Þór/KA verður ekki með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Akureyrarliðið sem varð Íslandsmeistari 2017 og háði harðan slag við Breiðablik um titilinn í fyrra er búið að tapa fyrir bæði Val og Breiðabliki í fyrstu fjórum umferðunum og hefur fengið slæma skelli í báðum þar sem það hefur fengið á sig níu mörk, fimm gegn Val og fjögur í 1:4 ósigrinum gegn Blikum á heimavelli á þriðjudagskvöldið. Til samanburðar fékk Þór/KA á sig 14 mörk allt síðasta tímabil og 15 mörk árið 2017.

Vissulega hafa orðið breytingar, sterkir leikmenn fóru frá Þór/KA og sá liðsauki sem kom í staðinn virðist ekki hafa fyllt nægilega vel í skörðin. Líklega er erfiðast að fylla skarð Lillýjar Rutar Hlynsdóttur í varnarleiknum og að sjálfsögðu var Sandra María Jessen liðinu gríðarlega mikilvæg.

Stjarnan virðist eina liðið sem gæti mögulega fylgt Val og Breiðabliki eftir en það er samt langsótt þrátt fyrir góða byrjun hjá ungu og mikið breyttu Garðabæjarliði. Það verður prófraun fyrir Kristján Guðmundsson og hans stúlkur að fara til Eyja á mánudagskvöldið.

Breiðablik og Valur mætast ekki fyrr en í áttundu umferð í byrjun júlí og það þyrfti engum að koma á óvart þó bæði kæmu í þann slag með fullt hús stiga.

Sjá alla greinina, lið 4. umferðar ásamt stöðunni í M-gjöfinni, besta leikmanni umferðarinnar og besta unga leikmanni umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna á íþrótttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »