Fáskrúðsfirðingar unnu sinn fyrsta leik

Leiknismenn féllu úr fyrstu deildinni sumarið 2017.
Leiknismenn féllu úr fyrstu deildinni sumarið 2017. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Leiknir Fáskrúðsfirði vann sinn fyrsta leik í 2. deild karla í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði KFG að velli, 4:0, í Fjarðabyggðahöllinni.

Leiknismenn höfðu gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum og voru eina ósigraða lið deildarinnar en engu að síður í fallsæti. Það breyttist þó í dag með stórsigri en þeir Povilas Krasnovskis, Sæþór Ívan Viðarsson, Izaro Abella Sanchez og Unnari Ari Hansson skoruðu mörkin.

Leiknir er því nú í 4. sæti með sex stig, þremur stigum frá toppliðum Selfoss og Völsungs. KFG er enn í 7. sætinu, einnig með sex stig en lakari markatölu.

Markaskorar fegnir af urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert