Þurftum á þessu að halda

Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sita fyrir svörum í …
Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sita fyrir svörum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, voru sammála um mikilvægi þess að ná í 1:0-sigurinn gegn Albaníu í undankeppni EM á laugardaginn var

Gengi liðsins hefur verið upp og ofan að undanförnu og var sigurinn mikilvægur, bæði upp á framhaldið í riðlinum sem og sjálfstraustið í íslenska hópnum. 

„Við þurftum á þessum leik að halda. Við þurftum á því að halda að hafa þá fyrir framan okkur og sjálfstraustið kom í leiknum. Við fundum fyrir því að þeir væru ekki að fara að brjóta okkur niður og við vorum með stjórn á leiknum," sagði Aron um leikinn á blaðamannafundi í dag.  

Hamrén tók í sama streng og bætti við að það hafi verið sérstaklega gaman að vinna fyrir framan fjölskylduna sem var mætt frá Svíþjóð til að horfa á leikinn. 

„Við viljum vinna og gera þetta saman. Það var mjög mikilvægt fyrir leikmenn, starfsfólk og stuðningsmenn að vinna Albaníu. Það er gott að vera búinn að vinna tvo af þremur í þessari undankeppni. Fjölskyldan mín var á staðnum og það var gaman að geta deilt gleðinni með þeim," sagði Hamrén. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert