Víti, rautt og þrjú stig til FH í Eyjum

Steven Lennon skoraði bæði mörk FH.
Steven Lennon skoraði bæði mörk FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH náði í þrjú stig til Vestmannaeyja í dag þegar liðið heimsótti ÍBV í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. FH vann 2:1 þar sem tvær vítaspyrnur voru dæmdar og rautt spjald fór á loft.

Steven Lennon kom FH yfir á 35. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Diogo Coelho braut á Jákup Thomsen, sem var í kjölfarið borinn meiddur af velli. Staðan 1:0 í hálfleik.

Lennon var aftur á ferðinni á 71. mínútu þegar hann tvöfaldaði forskot FH eftir undirbúning frá Halldóri Orra Björnssyni. Eyjamenn minnkuðu muninn á lokmínútunni þegar Gary Martin skoraði sitt fyrsta mark sitt fyrir liðið úr vítaspyrnu.

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson fékk svo tvö gul spjöld á örskömmum tíma í blálokin og fékk rautt spjald. Lokatölur 2:1 fyrir FH.

FH er nú í fimmta sætinu með 19 stig eftir 12 leiki en ÍBV er í botnsætinu með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti.

ÍBV 1:2 FH opna loka
90. mín. Telmo Castanheira (ÍBV) fær víti Telmo tekinn niður. Smá von fyrir Eyjamenn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert