Er óendanlega ánægður

Jón Ólafur Daníelsson
Jón Ólafur Daníelsson Ljósmynd/Ómar Óskarsson

„Ég er óendanlega ánægður með stóran hluta leiksins,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur ÍBV á Keflavík á Hásteinsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld, leikurinn endaði 3:2.

„Við gerðum þetta óþarflega spennandi hér í lokin en þetta voru vægast sagt sanngjörn úrslit, ég veit ekki hvað við brenndum af mörgum dauðafærum.“

Eyjakonur voru að spila mjög vel á löngum köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var staðan 1:1 í hálfleik.

„Við áttum bara að klára þennan leik í fyrri hálfleik en fyrri hálfleikurinn var svona svipaður eins og sumarið hefur verið, þetta hefur verið mikið stöngin út en sem betur fer náðum við að klára þetta og tökum það með okkur í næsta leik.“

Eyjakonur eru búnar að vera í smá brasi það sem af er sumri en með sigrinum komust þær í 5. sæti deildarinnar.

„Við erum ekkert búnar að vera í brasi ef þú tekur síðasta leik í burtu en eru ekki allir þjálfarar hamingjusamir þegar þeir vinna fótboltaleik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert