Heiða með brákað bringubein

Lið Þórs/KA. Heiða Ragney er í neðri röð, önnur frá …
Lið Þórs/KA. Heiða Ragney er í neðri röð, önnur frá hægri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Heiða Ragney Viðarsdóttir, leikmaður Þórs/KA, lék ekki með liðinu í 0:3-tapinu gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld vegna meiðsla. Meiddist hún í bikarleiknum gegn KR síðastliðinn laugardag. 

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA, staðfesti í samtali við heimasíðu félagsins að Heiða hafi brákað rifbein í upphitun fyrir leikinn gegn KR. 

„Heiða Ragney var einstaklega óheppin í bikarleiknum á laugardaginn. Hún fékk högg á bringuna í upphitun, spilaði fyrri hálfleikinn og gerði það mjög vel, en gat ekki haldið áfram. Eftir leikinn kom í ljós að hún er með brákað bringubein og verður frá í einhverjar vikur," sagði þjálfarinn. 

mbl.is