Öruggur KR-sigur gegn bitlausum Víkingum

KR-ingar fagna fyrsta marki leiksins.
KR-ingar fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Árni Sæberg

KR vann sanngjarnan 1:0 sigur á Víkingum í Pepsi Max-deild karla í Vesturbænum í kvöld. Markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Sem fyrr er KR á toppnum en Víkingar eru sem stendur í 10. sæti með 18 stig.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og hvorugt liðið náði að sýna sínar bestu hliðar. Óskar Örn átti tvær hættulegar rispur en varð ekki kápan úr því klæðinu í hvorugt skiptið. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að Kristján Flóki Finnbogason skoraði fyrsta mark leiksins eftir einbeitingarleysi í vörn Víkinga. Hann komst einn gegn Þórði og gerði engin mistök.

Víkingar þurftu að sækja í síðari hálfleik og gerðu tvær breytingar strax í hálfleik. Þeir fengu eitt-tvö hálffæri í síðari hálfleiknum en tókst aldrei almennilega að ógna marki KR.

Síðasti hálftími leiksins var einnig tíðindalítill. KR-ingar gerðu það sem þurftu til að sigla stigunum heim en Víkingum gekk gríðarlega brösulega að skapa sér færi. Lokatölur urðu því 1:0.

KR 1:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. 4 mínútum bætt við.
mbl.is