Fannst við eiga að fá víti, sem hefði breytt leiknum

Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar
Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar Sigfús Gunnar

„Mér fannst aðeins meiri barátta í okkur í byrjun og við fengum nokkur góð færi í fyrri hálfleik, fannst við líka eiga að fá víti, sem hefði skipti máli fyrir leikinn,“  sagði Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar eftir 2:0 tap fyrir Breiðabliki í Kópavogi í dag þegar leikið var í 15. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni.

Mikið var í húfi fyrir Blikakonur en fyrirliðinn lét það ekki á sig fá.  „Við fannst við ekkert smeykar við Blika, ætluðum að taka upp baráttuna úr síðasta leik og mæta þeim, gerðum það á köflum en Breiðablik er vel spilandi lið og nýtti færin sín betur en við.“

Stjarnan færðist úr 6. sæti deildarinnar niður í það sjöunda og fyrirliðinn segir að nú verði að bretta uppá ermar.   „Það er svolítill pakki núna í miðri deildinni en við eigum Keflavík í næsta leik og verðum að vinna þann leik.  Þannig er það bara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert