Eftirsótt af erlendum liðum

Agla María Albertsdóttir skoraði 12 mörk í 18 leikjum með …
Agla María Albertsdóttir skoraði 12 mörk í 18 leikjum með Breiðabliki í sumar. mbl.is//Hari

Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, hefur vakið athygli erlendra liða fyrir frammistöðu sína með Blikum og íslenska landsliðinu að undanförnu en þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, í samtali við mbl.is í dag.

Agla María er tvítug en hún gekk til liðs við Blika í janúar 2018 og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu tímabilið 2018. Breiðablik endaði í öðru sæti deildarinnar í sumar en Agla lék alla 18 leiki liðsins þar sem hún skoraði 12 mörk.

Þá á hún að baki 27 landsleiki þar sem hún hefur skorað tvö mörk. Blikar eru ennþá í harðri baráttu í Meistaradeild Evrópu en liðið mætir Spörtu Prag í seinni leik liðanna í Tékklandi á fimmtudaginn næstkomandi.

Breiðablik vann fyrri leikinn 3:2 á Íslandi og dugar því jafntefli í Tékklandi til þess að fara áfram í sextán liða úrslitin. Samkvæmt heimildum mbl.is ætlar Agla María að skoða sín mál eftir Evrópuleikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert