Kaldur vetur gæti leitt til heimaleiks í Köben

Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson sækja gegn frönsku vörninni …
Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson sækja gegn frönsku vörninni í leik Íslands og Frakklands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef við förum í umspil þá lofa ég því að ég og mitt starfslið munum gera allt sem við getum til að hægt verði að spila á Laugardalsvelli í mars. Það getur margt komið upp á en við gerum allt sem í okkar valdi stendur,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, um möguleikann á því að spila á vellinum 26. mars.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili í umspili um sæti á EM í lok mars, og einnig eru miklar líkur á því að Ísland megi spila á heimavelli í undanúrslitum umspilsins og hugsanlega einnig í úrslitaleik umspilsins hinn 31. mars. En verður hægt að spila á Laugardalsvelli, eina löglega vellinum á Íslandi? Því verður í raun ekki hægt að svara fyrr en nær dregur og veðurguðirnir koma til með að hafa úrslitaáhrif.

„Það er alveg mögulegt að hægt verði að spila á Laugardalsvelli í mars en það verður mjög erfitt. Við erum rosalega háð veðri og ytri aðstæðum. Það versta í stöðunni er að Laugardalsvöllur er ekki með undirhita og það gerir okkur mjög erfitt fyrir. Í fullkomnum heimi væri þjóðarleikvangur Íslands upphitaður og við höfum beðið lengi eftir endurbótum á vellinum, ítrekað minnt á að það kæmi að því að við þyrftum að spila í mars,“ segir Kristinn.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert