Hattarmaður til æfinga hjá Hjálmari

Hjálmar Jónsson, fyrir miðju, á landsliðsæfingu á Laugardalsvelli.
Hjálmar Jónsson, fyrir miðju, á landsliðsæfingu á Laugardalsvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Ernir Hrafnkelsson, átján ára knattspyrnumaður frá Egilsstöðum, er kominn til sænska félagsins IFK Gautaborg þar sem hann verður til reynslu hjá U19 ára liði félagsins næstu daga.

Þjálfari U19 ára liðs Gautaborgar er einmitt frá Egilsstöðum, Hjálmar Jónsson fyrrverandi landsliðsmaður, sem lék um langt árabil sem atvinnumaður með Gautaborg og tók síðan við þjálfarastarfi hjá félaginu.

Guðjón hefur þegar spilað 41 deildaleik á Íslandsmótinu þótt ungur sé að árum og skorað í þeim þrjú mörk. Hann lék 20 leiki með Hetti/Hugin í 3. deildinni í ár  og 20 leiki með Hetti í 2. deildinni tímabilið 2018, eftir að hafa spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert