Penninn á loft í Hafnarfirði

Þórir Jóhann Helgason í leik með FH í sumar.
Þórir Jóhann Helgason í leik með FH í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason hefur skrifað undir nýjan samning við FH en þetta kemur fram á facebooksíðu félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og gildir út tímabilið 2021.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður kom við sögu í sextán deildarleikjum með FH í úrvalsdeildinni síðasta sumar. Þórir er uppalinn í Haukum en gekk til liðs við FH fyrir tímabilið 2018 þar sem hann skoraði eitt mark í einum leik í efstu deild.

Þórir á að baki 17 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark og þá á hann að baki 12 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. 

mbl.is