Bermúdamaður í Árbæinn

Fylkismenn hafa náð sér í liðsauka frá Bermúda.
Fylkismenn hafa náð sér í liðsauka frá Bermúda. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Djair Parfitt-Williams, knattspyrnumaður frá Bermúda, er genginn til liðs við Fylkismenn og er kominn með leikheimild með Árbæjarliðinu frá og með morgundeginum.

Parfitt-Williams er 23 ára gamall sóknarmaður sem var í röðum West Ham á Englandi í fjögur ár, frá fimmtán ára aldri, án þess að spila deildarleik, en kom við sögu í tveimur leikjum liðsins í Evrópudeildinni.

Hann fór frá West Ham til Rudar Velenje í Slóveníu. Þar lék hann 21 leik í efstu deild og skoraði í þeim þrjú mörk. Þá skoraði hann eitt mark fyrir liðið í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Parfitt-Williams er væntanlega ætlað að fylla skarð Geoffreys Castillions sem var í láni hjá Fylki frá FH á síðasta  tímabili en er nú kominn til Indónesíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert