Fylkismenn næla í markvörð

Arnar Darri Pétursson í leik með Þrótti.
Arnar Darri Pétursson í leik með Þrótti. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Markvörðurinn Arnar Darri Pétursson er orðinn leikmaður Fylkis en hann hefur varið mark Þróttar í Reykjavík síðan árið 2016.

Þá hefur hann einnig leikið með Víkingi Ólafsvík og Stjörnunni, eftir að hafa spilað fyrstu ár meistaraflokksferilsins með Lyn í Noregi og SönderjyskE í Danmörku.

Aron Snær Friðriksson var aðalmarkvörður Fylkis á síðustu leiktíð, en hann meiddist illa þegar mótið var tæplega hálfnað og reynsluboltinn Stefán Logi Magnússon leysti hann af hólmi út tímabilið. 

Arnar Darri hefur leikið 119 keppnisleiki í meistaraflokki, þar af 15 í efstu deild. Þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu. 

mbl.is