Óuppgefin markmið

Óttar Magnús Karlsson átti stórlek gegn FH í síðustu umferð.
Óttar Magnús Karlsson átti stórlek gegn FH í síðustu umferð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óttar Magnús Karlsson hefur nú skorað fjögur mörk fyrir Víkinga í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í þremur leikjum liðsins í sumar.

Óttar átti frábæran leik fyrir Víkinga þegar FH kom í heimsókn á Víkingsvöll í Fossvogi í 3. umferð deildarinnar á mánudaginn, en framherjinn skoraði þrennu í 4:1-sigri liðsins.

„Það má alveg segja sem svo að þetta hafi verið hálfgerður „duga eða drepast“-leikur fyrir okkur gegn FH,“ sagði Óttar Magnús. „Við horfðum á þetta þannig að ef við færum með sigur af hólmi gætum við sagt skilið við fyrstu tvo leiki tímabilsins, sem voru einfaldlega vonbrigði ef við horfum á úrslitin ein og sér.

Sigurinn var ákveðinn léttir og hann gefur manni líka mikið upp á framhaldið að gera. Við vorum rétt innstilltir á mánudaginn hvað spennustigið varðar, bæði í ákefðinni og pressunni, og við þurfum að reyna að halda í sömu ákefð núna í næstu leikjum, án þess þó að fara of mikið fram úr okkur.

Þessi sigur var ákveðin yfirlýsing líka því við erum ansi erfiðir við að eiga á góðum degi og við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni þegar þannig liggur á okkur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »