Allt annað að sjá Selfyssingana

Úr leik Stjörnunnar og Selfoss í gær.
Úr leik Stjörnunnar og Selfoss í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Selfyssingar unnu sinn annan leik í röð og klifra upp töfluna í Pepsi Max-deild kvenna eftir slæma byrjun á mótinu. Selfosskonur unnu Stjörnuna á mjög sannfærandi hátt, 4:1, í Garðabæ í gærkvöld.

„Allt annað var að sjá liðið í kvöld og með þessu áframhaldi endar Selfoss mjög ofarlega í töflunni, þótt Íslandsmeistaratitillinn sé langsóttur,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.

*Snædís María Jörundsdóttir sem er aðeins 16 ára gömul skoraði mark Stjörnunnar og gerði þar sitt fyrsta mark í efstu deild, í sínum sjöunda leik.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »