Grótta með öruggan sigur í botnslagnum í Grafarvogi

Kristófer Orri Pétursson úr Gróttu sækir en Sigurpáll Melberg Pálsson …
Kristófer Orri Pétursson úr Gróttu sækir en Sigurpáll Melberg Pálsson úr Fjölni er til varnar í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Botnslagurinn nýliðanna í Pepsi Max-deild karla byrjaði hægt í Grafarvoginum í kvöld og þrátt fyrir að bæði lið væru sigurlaus það sem af er deildar virtust þau hvorugt neit sérlega sigurþyrst og náðu hvorki heimamenn í Fjölni né Grótta að skapa færi svo talist gæti í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik fór fjör að færast í leikana og Gróttumenn komust í 3:0 á um 20 mínútum með  mörkum Karls Friðleifs Gunnarssonar, Halldórs Kristjáns Baldurssonar og Péturs Theódórs Árnasonar. Lítið var um svör hjá Fjölnismönnum, sem höfðu þó legið framarlega í byrjun seinni hálfleiks og bitnaði það líklega á varnarleik heimaliðsins.

Fyrsta mark Gróttu kom á 57. mínútu þegar Karl Friðleifur stakk sér listilega í gegnum vörn Fjölnismanna. Fjölnismenn lifnuðu örlítið við í sókninni við markið en virtust á hinn bóginn sofna á verðinum í vörninni, því Halldór Kristján virtist nánast alveg ódekkaður teignum í aukaspyrnu Ólivers Dags og kom boltanum í markið á 67. mínútu. Þriðja og síðasta markið kom svo á 76. mínútu þegar Pétur Theódór fékk allt of langan tíma með boltann rétt fyrir utan markteig og lagði hann glæsilega.

Fjölnismenn sóttu stíft en sköpuðu litla hættu það sem eftir var leiks. Hvorki mikill hraði né gæði í botnslagnum en fyrsti sigur Gróttu í deildinni staðreynd á Extra-vellinum í kvöld.

Fjölnir 0:3 Grótta opna loka
90. mín. Fjölnir fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert