Íslandsmeistararnir fyrstir í átta liða úrslit

Málfríður Anna Eiríksdóttir úr Val og Olga Sevcova hjá ÍBV …
Málfríður Anna Eiríksdóttir úr Val og Olga Sevcova hjá ÍBV eigast við í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Vals eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir öruggan 3:1-heimasigur á ÍBV í kvöld. Eins og oft áður í sumar lagði Valur grunninn að sigrinum með góðri byrjun. 

Elín Metta Jensen var búin að skora fyrsta markið strax á fimmtu mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 2:0. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þriðja mark Vals á tíundu mínútu og slökuðu heimakonur verulega á klónni eftir það. 

Var staðan 3:0 í hálfleik og það breyttist ekki fyrr en í uppbótartíma er Margrét Íris Einarsdóttir lagaði stöðuna fyrir ÍBV. Nær komust Eyjakonur ekki og sannfærandi sigur Vals staðreynd. 

mbl.is