Hættur sem þjálfari Aftureldingar

Varmárvöllur Mosfellsbæ. Úr leik Aftureldingar og FH á síðustu leiktíð.
Varmárvöllur Mosfellsbæ. Úr leik Aftureldingar og FH á síðustu leiktíð. mbl.is/Hari

Knattspyrnudeild Aftureldingar og Júlíus Ármann Júlíusson hafa komist að samkomulagi um starfslok Júlíusar sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

Júlíus hefur þjálfað liðið frá 2015 en hann kom liðinu upp úr 2. deild sumarið 2017 og hefur haldið liðinu í 1. deild síðan en Afturelding var í 5. sæti í fyrra og situr í 5. sæti núna eftir sjö umferðir.

mbl.is