FH eina liðið sem getur stöðvað Val?

Hjörtur Logi Valgarðsson, Patrick Pedersen, og Gunnar Nielsen í leik …
Hjörtur Logi Valgarðsson, Patrick Pedersen, og Gunnar Nielsen í leik FH og Vals sumarið 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH virðist vera eina liðið sem getur elt Valsmenn í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla 2020.

Átta stig skilja liðin reyndar að en það merkilega er að þau eiga eftir báða sína leiki á tímabilinu og sá fyrri er einmitt á dagskránni á fimmtudaginn kemur, eftir aðeins tvo daga, í Kaplakrika.

Valsmenn fór á kostum gegn Stjörnunni í Garðabæ þar sem þeir skoruðu fimm mörk á fyrsta hálftímanum og unnu að lokum 5:1. Patrick Pedersen og Aron Bjarnason splundruðu Stjörnuvörninni hvað eftir annað, skoruðu tvö mörk hvor, Pedersen lagði upp bæði mörk Arons, sem á móti krækti í vítaspyrnu handa Dananum og lagði upp fimmta markið fyrir Birki Má Sævarsson. Hrein sýning og það sem eftir var af leiknum var formsatriði. Fyrsta tap Stjörnumanna kom í þeirra þrettánda leik og þá var hreinlega um hrun að ræða.

„Yfirburðir Valsmanna voru fáheyrðir, og sérstaklega þá í fyrri hálfleik. Þá skal þess getið að Valsmenn skoruðu þrjú mörk til viðbótar þessum fimm, sem dæmd voru af vegna rangstöðu,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á mbl.is.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun ásamt M-gjöfinni fyrir leiki gærkvöldsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert