„Magnaður árangur“

Arnþór Ingi Kristinsson og Óskar Örn Hauksson
Arnþór Ingi Kristinsson og Óskar Örn Hauksson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR,  fékk kveðju frá formanni Knattspyrnusambands Íslands á Twitter í gærkvöldi. 

Óskar Örn er leikjahæsti leikmaður efstu deildar Íslandsmótsins frá upphafi með 322 leiki og sló metið í gærkvöldi þegar KR lagði Breiðablik að velli. 

Guðni óskaði Óskari til hamingju og sagði það vera magnaðan árangur að ná þessum leikjafjölda en gat þess einnig að Óskar væri skemmtilegur leikmaður á velli. 

mbl.is