Pedersen sækir að efsta manni

Patrick Pedersen fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Vals …
Patrick Pedersen fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark Vals gegn Stjörnunni í fyrrakvöld. Ljósmynd/Þorsteinn

Þótt Valdimar Þór Ingimundarson sé farinn frá Fylki til Strömsgodset og hafi ekki leikið með gegn FH í 17. umferðinni í fyrradag er hann enn efstur í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins. Valdimar er með 13 M samanlagt en hópurinn fyrir neðan hann þéttist.

Patrick Pedersen, sem fékk 2 M fyrir frammistöðuna með Val gegn Stjörnunni og er í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu, er kominn með 12 M eins og Atli Sigurjónsson úr KR, Steven Lennon úr FH, Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi og Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA. Næstir með 11 M eru Kennie Chopart úr KR og Þórir Jóhann Helgason úr FH og svo þeir Aron Bjarnason úr Val og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA með 10 M hvor.

Úrvalslið 17. umferðar er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »